VoffVoff er myndasmiðja sem sérhæfir sig í myndatökum og myndvinnslu á hundum. Hundar eru algjörlega einstök gæludýr og eiga skilið að minning þeirra sé varðveitt á myndlistarverki.
Ég byrjaði að ljósmynda hunda árið 2011 þegar við fengum okkar fyrsta hund, hana Venus. Hún var alveg dásamlega falleg og góð og vakti upp áhugann hjá mér að ljósmynda hana og aðra hunda. Síðan þá hef ég verið að taka annað slagið að mér verkefni að ljósmynda aðra hunda.
Mér finnst mikilvægt að hundinum og eigenda hans líði vel í myndatökunni hjá mér, sérstaklega hundinum enda gefa þeir oft augljós merki hvort þeim líður vel eða séu stressaðir eða ekki upplagðir og það bitnar þá á gæðum myndarinnar. En ég á samt ennþá eftir að hitta þann hund sem hefur ekki tekist að fá góða mynd af. 🙂
Stefán Helgi Kristinsson